Skip to main content
VMF

Samráðsfundur ASÍ og SA í lífeyrismálum

By júní 4, 2024júní 6th, 2024No Comments
Asi Sa
Mánudaginn 27. maí 2024 var haldinn kjarasamningsbundinn samráðsfundur SA og ASÍ um lífeyrismál í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 Reykjavík. Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Arnar Sigurmundsson stjórnaði fundinum, en Arnar kom að undirbúningi fundarins ásamt Védísi Hervör Árnadóttur, Arndísi Arnardóttur hjá SA og Þóri Gunnarssyni hagfræðingi hjá ASÍ.Arnar Sigurmundsson ráðgjafi SA í lífeyrismálum fór yfir samantekt um stöðu samtryggingadeilda sjö lífeyrissjóða sem eru á samningssviði ASÍ-SA og mynda rúmlega 50% af heildareignum þeirra 19 lífeyrissjóða sem starfa hér á landi árið 2023.Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra fór yfir kynningu á frumvarpi um endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu.

Að lokinni yfirferð ráðherra var opnað fyrir umræðu og fyrirspurnir. Fram komu nokkrar fyrirspurnir um væntanlegar breytingar og áhrif þeirra á starfsemi lífeyrissjóða. Þessar breytingar hafa fengið jákvæð viðbrögð lífeyrissjóða, LL og bakhjörlum þeirra. Ýmsu er þó ósvarað um áhrif og framkvæmd væntanlegra breytinga og beindust spurningar meðal annars að sérstöku framlagi á fjárlögum af tryggingagjaldi atvinnulífsins sem ætlað er til jöfnunar örorkubyrði milli lífeyrissjóða og áhrif þeirra á víxlverkun örorkulífeyris milli Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða frá 2011.

Jóhann Steinar Jóhannsson fór yfir nokkur álitamál tengd tilgreindri séreign, í erindinu “Tilgreind séreign – skyldutrygging í óvissuferð.”

Að loknu erindi Jóhanns Steinars var opnað fyrir umræðu og fyrirspurnir. Nokkrar fyrirspurnir komu fram og var ma. fjallað um erfiða stöðu íslenskra lífeyrissjóða í samkeppni við þýsk tryggingarfélög. Þetta er mjög stórt hagsmunamál fyrir lífeyrissjóðina, en tilgreind séreign er hluti af lágmarkstryggingavernd. Þetta mál kallar á ríka samstöðu lífeyrissjóða sem er sannarlega til staðar og einnig að beinni aðkomu bakhjarla sjóðanna.

Næsti fundur samráðshópsins, sem fram fer í haust, verður í umsjá lífeyrisnefndar ASÍ.