Að lokinni yfirferð ráðherra var opnað fyrir umræðu og fyrirspurnir. Fram komu nokkrar fyrirspurnir um væntanlegar breytingar og áhrif þeirra á starfsemi lífeyrissjóða. Þessar breytingar hafa fengið jákvæð viðbrögð lífeyrissjóða, LL og bakhjörlum þeirra. Ýmsu er þó ósvarað um áhrif og framkvæmd væntanlegra breytinga og beindust spurningar meðal annars að sérstöku framlagi á fjárlögum af tryggingagjaldi atvinnulífsins sem ætlað er til jöfnunar örorkubyrði milli lífeyrissjóða og áhrif þeirra á víxlverkun örorkulífeyris milli Tryggingastofnunar og lífeyrissjóða frá 2011.
Jóhann Steinar Jóhannsson fór yfir nokkur álitamál tengd tilgreindri séreign, í erindinu “Tilgreind séreign – skyldutrygging í óvissuferð.”
Að loknu erindi Jóhanns Steinars var opnað fyrir umræðu og fyrirspurnir. Nokkrar fyrirspurnir komu fram og var ma. fjallað um erfiða stöðu íslenskra lífeyrissjóða í samkeppni við þýsk tryggingarfélög. Þetta er mjög stórt hagsmunamál fyrir lífeyrissjóðina, en tilgreind séreign er hluti af lágmarkstryggingavernd. Þetta mál kallar á ríka samstöðu lífeyrissjóða sem er sannarlega til staðar og einnig að beinni aðkomu bakhjarla sjóðanna.
Næsti fundur samráðshópsins, sem fram fer í haust, verður í umsjá lífeyrisnefndar ASÍ.