Fræðslusjóður

Félagsmenn geta sótt um styrki vegna starfstengdra námskeiða og náms, tómstundanáms og ferðakostnaðar vegna starfstends náms/námskeiða og ráðstefna,  samkvæmt reglum Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks sem er fræðslusjóður félagsins.

Sjá nánar www.starfsmennt.is.

Ef félagsmaður er með fullan rétt getur hann sótt um styrk fyrir 90% af námi/starfstengdu námskeiðsgjaldi/ráðstefnugjaldi að hámarki 130 þúsund á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk.
Ef ekkert hefur verið sótt um í starfsmenntasjóðinn í þrjú ár í röð er hægt að sækja um styrk fyrir 90% af námskeiðsgjaldi að hámarki 390.000 kr. fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi.
Greiðslur til sjóðsins þurfa að hafa borist að lágmarki í 30 mánuði af síðustu 36 mánuðum fyrir dagsetningu umsóknar.

Undir starfstengda styrki falla starfstengd námskeið, starfstengd netnámskeið, almennt nám til eininga, tungumálanámskeið, sjálfstyrkinganámskeið innanlands og ráðstefnur sem tengjast starfi umsækjanda.

Undir tómstundastyrki falla námskeið sem hafa skilgreint upphaf, endi og leiðbeinanda. Aðeins er hægt að sækja um slík námskeið sem haldi eru innanlands. Veittur er styrkur allt að 50% af námskeiðsgjaldi – þó að hámarki 30.000 krónur á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk.

Sjá nánar um starfsreglu hér

Með umsókn skal fylgja:
Frumrit reiknings á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn fræðsluaðila
Staðfesting á greiðslu, t.d. skjámynd úr heimabanka eða greiðslukvittun. Greiðslukvittun skal vera á nafni félagsmannsins.
Námi/námskeiði/ráðstefnu sem sótt er erlendis þarf einnig að fylgja lýsing á námi og tengill á heimasíðu fræðsluaðila ásamt útskýringu á því hvernig fræðslan tengist starfi umsækjanda.
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaður greiði námskeiðsgjöld/ráðstefnugjöld. Þegar nemendafélagsgjöld framhaldsskóla eru greidd ásamt skólagjaldi þá þarf sundurliðun á kostnaði að fylgja með umsókn í sjóðinn.
Nemendafélagsgjöld eru ekki styrkhæf og því dregin frá heildarupphæð.

Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings

Hér má nálgast umsóknareyðublað sem hægt er að fylla út í tölvunni áður en það er prentað út.
Því þarf svo að skila á skrifstofu félagsins, ásamt reikningi fræðsluaðila og staðfestingu á greiðslu.
Umsóknir þurfa að berast á skrifstofu félagsins fyrir 20.dag mánaðarins en að öðrum kosti bíður afgreiðsla þeirra þar til í mánuðinum á eftir.