Ýmsir styrkir úr sjúkrasjóði

Styrkur vegna líkamsræktar, gleraugnakaupa eða heyrnartækjakaupa
Sjóðurinn greiðir styrk til félagsmanna vegna ýmiskonar líkamsræktar, endurhæfingar og kostnaðar vegna hjálpartækja s.s. gleraugna- og heyrnartækja, ef ekki koma greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. Upphæð styrkja skal miða við 50% af útlögðum kostnaði samkvæmt reikningi, að hámarki 40% af iðgjöldum viðkomandi í sjóðinn síðustu 36 mánuði, en þó ekki af eldri iðgjöldum en frá 1. janúar 2018. Lágmarksstyrkur á hverju almanaksári skal þó ekki vera lægri en kr. 4.000.
Bótaflokkar geta t.d. verið:
1. Kort í sundlaugar
2. Kort í heilsuræktarstöðvar
3. Leikfimi undir leiðsögn viðurkennds leiðbeinanda s.s. íþróttakennara
4. Sundleikfimi undir leiðsögn viðurkennds leiðbeinanda
5. Jóganámskeið undir leiðsögn viðurkennds jógakennara


Krabbameinsskoðun 
Heimilt er að greiða fyrir reglubundna krabbameinsskoðun gegn framvísun kvittunar. Um er að ræða eina greiðslu á ári, þá sömu og hefðbundin skoðun kostar, og skiptir ekki máli þó framvísað sé hærri reikningi frá sérfræðingi. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar sem luku starfsferli sínum sem félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar, og sannarlega áttu þá fullan rétt hjá sjóðnum, eiga rétt á endurgreiðslu hefðbundinnar krabbameinsleitar.

Þá er einnig veittur styrkur vegna annarrar krabbameinsleitar og framhaldskoðunar vegna krabbameins, gegn framvísun kvittunar. Greitt er allt að kr.8.000,- þó aldrei hærri upphæð en greiðslukvittun segir til um. Á skrifstofu félagsins skal fylla út umsókn og framvísa greiðslukvittun vegna skoðunar.


Sjúkraþjálfun / sjúkranudd
Taka má þátt í kostnaði vegna endurhæfingar og/eða eftir sjúkdóm eða slys eða við sérstakar aðgerðir. Einnig er heimilt að taka þátt í sjúkranuddskostnaði/ sjúkraþjálfun að ráði læknis. Upphæðin getur numið helmingi þess kostnaðar sem viðkomandi greiðir í allt að 25 skipti á hverju 12 mánaða tímabili.


Styrkur vegna áfengismeðferðar
Þeir félagar sem að dvelja á endurhæfingarstöðvum SÁÁ eða sambærilegum viðurkenndum stofnunum, skulu fá greidda sjúkradagpeninga einu sinni í allt að sex vikur miðað við tólf mánuði.


Frjósemisaðgerðir
Heimilt er að greiða sérstakan styrk til þeirra félagsmanna sem fara í frjósemisaðgerð, allt að 100.000 kr. á ári.


Laser augnaðgerðir
Heimilt er að styrkja laser augnaðgerð eða augasteinaskipti einu sinni á hvoru auga,  að hámarki kr. 50.000,- þó ekki meira en sem nemur 50% af kostnaði fyrir hvort auga, eða kr. 100.000,- fyrir bæði augu.


Styrkur vegna heilsudvalar á NLFÍ í Hveragerði
Sjóðurinn endurgreiðir 20% af dvalarkostnaði á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, þeim félagsmönnum sem hafa greitt til félagsins í a.m.k. 12 mánuði. Styrkurinn er aðeins greiddur einu sinni til hvers aðila.


Styrkur vegna skoðunar hjá Hjartavernd eða öðrum viðurkenndum stofnunum.
Sjóðurinn endurgreiðir vegna skoðunar hjá Hjartavernd eða öðrum viðurkenndum stofnunum (áreynslu/þolpróf) þeim sem hafa verið sjóðsfélagar í a.m.k. 12 mánuði kr.8.000,- á hverju 12 mánaða tímabili.

_____________________________________________________________________________________________

Styrkur vegna viðtalsmeðferðar
Heimilt er að greiða félagsmönnum styrk vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags- eða fjölskylduráðgjafa, og vegna ADHD greiningar. Greitt er 50% af reikningi, þó ekki meira en 50.000 kr. á ári og að hámarki 40% af iðgjöldum viðkomandi í sjóðinn síðustu 36 mánuði.