Orlofshús í Varmahlíð

Félagið á og rekur orlofshús í Varmahlíð.

Yfir sumartímann er húsið leigt í vikutíma í senn. Úthlutun vegna sumarleigu fer fram á vorin en þá er húsið auglýst og félagsmenn sækja um þau tímabil sem þeir óska eftir.
Á veturna er leigutímabilið sveigjanlegra og þá er hægt að leigja húsið í styttri tíma eins og t.d. yfir helgi. Helgarleiga miðast við föstudag fram á mánudag en hægt er að bæta við dögum sé þess óskað.

Greiða þarf leiguverð strax til að fá bókað og leiguverð er ekki afturkræft.

Vikuleiga kostar 30.000 kr.
Helgarleiga (3 nætur)  kostar 18.000 kr.
Stök nótt kostar 8.000 kr.

Staðsetning
Orlofshúsið er staðsett í orlofshúsahverfinu fyrir neðan Varmahlíð eða rétt rúma 20 km frá Sauðárkróki. Í Varmahlíð er verslun og sundlaug með góðri aðstöðu fyrir börn og þaðan er stutt í allar áttir og fjöldinn allur af fallegum stöðum til að heimsækja.

Um húsið
Húsið er 60 fm að stærð og skiptist í stofu, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Að auki eru 4 dýnur á svefnlofti. Þvottavél og gasgrill eru í húsinu og heitur pottur á verönd.
Dvalargestir þurfa að hafa með sér handklæði og lín utan um sængurfatnað.

 

Athugið!
Allt dýrahald er stranglega bannað á staðnum. Umsjónarmanni er heimilt að vísa fólki með dýr í burtu.

Lóð hússins er ekki ætluð fyrir tjöld, tjaldvagna, eða felli- og hjólhýsi !

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í síma 453 5433 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið skrifstofa@stettarfelag.isarna@stettarfelag.is  eða  atli@stettarfelag.is.