Sjúkrasjóður

Verkefni sjúkrasjóðs

Verkefni sjóðsins eru að veita félagsmönnum aðstoð vegna veikinda, slysa eða vegna andláts. Ennfremur er verkefni sjóðsins að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum sem snerta öryggi og heilsufar.

 

Grundvöllur styrkveitinga úr sjúkrasjóði

Rétt til styrks úr sjóðnum eiga þeir sem sannarlega er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins þegar réttur myndast. Einungis þeir sem greidd hafa verið iðgjöld af til sjóðsins í a.m.k. sex mánuði eiga þennan rétt.

Hafi greiðslur vegna umsækjanda borist í annan sjúkrasjóð innan ASÍ má flytja réttinn sem þar hefur myndast til sjúkrasjóðs félagsins.

Ef umsækjandi vinnur á fleiri en einum vinnustað og er þar með að greiða í fleiri sjúkrasjóði skal umsækjandi greina frá því í hvaða sjóði hann hefur greitt. Heimilt er að fresta greiðslu þar til liggur fyrir staðfesting annarra sjóða á því að umsækjandi hafi ekki sótt um greiðslur þaðan. Sjúkrasjóðurinn skal leita staðfestingar á rétti viðkomandi.

 

Geymd réttindi

Heimilt er að veita þeim sem gengst undir starfsþjálfun, sækir námskeið eða stundar nám í allt að 24 mánuði og hefur síðan aftur störf á vinnumarkaði, endurnýjaðan bótarétt þegar greitt hefur verið til sjóðsins í einn mánuð, hafi umsækjandi áður verið fullgildur félagi. Sama gildir um þá sem hverfa af vinnumarkaði vegna veikinda eða af heimilisástæðum.

 

Sjá reglugerð sjúkrasjóðs í heild