Skip to main content
VMF

Sameiginlegur fundur um réttlát umskipti

By nóvember 10, 2023No Comments
Rettlat Umskipti Banner

Þriðjudaginn 14. nóvember gangast BHM, BSRB og ASÍ fyrir sameiginlegum morgunverðarfundi um réttlát umskipti á vinnumarkaði. Fundurinn fer fram í salnum VOX Club á Hótel Hilton Nordica og stendur yfir frá 8.30 til 10.
 

Loftslagsbreytingar munu hafa víðtæk áhrif á samfélagið, efnahag, atvinnulíf og vinnumarkað. Hver áhrif breytinganna verða er undir því komið hvaða stefna verður mörkuð og hvort tryggt verði að aðgerðir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum séu samræmdar markmiðum um starfs- og afkomuöryggi og góð lífskjör.  

Á fundinum verður fjallað um hugmyndafræðina sem réttlát umskipti byggja á og hvaða þýðingu þau hafa fyrir íslenskt samfélag, vinnumarkað, efnahag og velferð launafólks. Leitast verður við að varpa ljósi á núverandi stefnu og aðgerðir stjórnvalda og hvað uppá vantar til að markmið um réttlát umskipti náist. 

Erindi og pallborð 

Fundarstaðurinn opnar klukkan 08:00 með því að boðið verður upp á morgunverð. Beint streymi verður af fundinum fyrir þau sem komast ekki á staðinn.

Erindi flytja Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs, Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, og Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM. 

Í lokin verður pallborð með forystufólki heildarsamtakanna þriggja; Finnbirni A. Hermannssyni, forseta ASÍ, Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB og Kolbrúnu Halldórsdóttur, formanni BHM.   

Fráfarandi framkvæmdastjóri Landverndar, Auður Önnu Magnúsdóttir verður fundarstjóri og stýrir pallborði. 

Til fundarins er boðað í aðdraganda þríhliða fundar norrænna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um réttlát umskipti, sem fram fer í Hörpu 1. desember næstkomandi.