Skip to main content
VMF

Óskiljanleg ákvörðun peningastefnunefndar

By maí 10, 2024maí 13th, 2024No Comments
Vaxtabaetur

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir óskiljanlega þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands frá því fyrr í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin sé fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka ójöfnuð í landinu. 
 Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ályktun sem miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 8 maí. Staðhæft er að forsendur séu fyrir hendi til að lækka vexti í landinu og minnt er á að verkalýðshreyfingin hafi fallist á hófsamar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefjist þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar til að það markmið geti orðið að veruleika. 

Miðstjórn segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og gagnrýnir harðlega ríki og sveitarfélög fyrir getu- og úrræðaleysi á þeim vettvangi. 

Nálgast má ályktun miðstjórnar hér.