Skip to main content
VMF

Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga LÍV við SA

By mars 14, 2024No Comments

Kjörstjórn VMF auglýsir hér með leynilega, rafræna atkvæðagreiðslu um nýgerða kjarasamninga.

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 10:00 mánudaginn 18. mars 2024 og lýkur kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 21. mars 2024. Kosningarétt hafa þeir félagsmenn VMF sem starfar samkvæmt þessum samningum.

Kosning fer fram á vmf.is. Innskráning á kjörseðil er með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Þeir félagsmenn sem ekki getur kosið en telja sig eiga rétt á að taka þátt, vinsamlega sendið erindi til skrifstofa@stettarfelag.is eða hringið í síma 453 5433.
Félagsmenn sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið á skrifstofu félagsins í Borgarmýri 1 á Sauðárkróki á opnunartíma.

Kjörstjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar

 

Close Menu