Skip to main content
VMF

Úttekt á áhrifum fjármálahrunsins á lífeyrissjóðina

By febrúar 7, 2012No Comments

„Landssamtök lífeyrissjóða harma þá skerðingu á lífeyrisgreiðslum og réttindum sem sjóðsfélagar margra lífeyrissjóða hafa mátt þola. Að sama skapi ber að fagna að nú liggur fyrir umfangsmikil skýrsla úttektarnefndar á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Í skýrslunni er heildartap lífeyrissjóðanna frá janúar 2008 til ársloka 2010 tilgreint tæpir 480 milljarðar króna. Þessi fjárhæð er u.þ.b. 95 milljörðum kr. hærri en sjóðirnir hafa rakið til efnahagshrunsins frá október 2008. Mismunurinn helgast af ólíkum viðmiðunartímabilum. Sé tímasetning tjónsins miðuð við fall bankanna verður heildartap sjóðanna eftir sem áður mikið eða um 380 milljarðar.“ Þetta kemur fram á vef Landssambands lífeyrissjóða.

„Landssamtök lífeyrissjóða harma þá skerðingu á lífeyrisgreiðslum og réttindum sem sjóðsfélagar margra lífeyrissjóða hafa mátt þola. Að sama skapi ber að fagna að nú liggur fyrir umfangsmikil skýrsla úttektarnefndar á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Í skýrslunni er heildartap lífeyrissjóðanna frá janúar 2008 til ársloka 2010 tilgreint tæpir 480 milljarðar króna. Þessi fjárhæð er u.þ.b. 95 milljörðum kr. hærri en sjóðirnir hafa rakið til efnahagshrunsins frá október 2008. Mismunurinn helgast af ólíkum viðmiðunartímabilum. Sé tímasetning tjónsins miðuð við fall bankanna verður heildartap sjóðanna eftir sem áður mikið eða um 380 milljarðar.“

Þetta  kemur fram á vef Landssambands lífeyrissjóða.

Sjá  nánar á vef LL