Skip to main content
VMF

Ungt fólk á vinnumarkaði

By júlí 21, 2023No Comments

Á heimasíðu VR má finna góðar upplýsingar um kjaramál fyrir þá sem hófu störf  í fyrsta skipti á vinnumarkaði nú í sumar, sem og upprifjun fyrir þá sem reyndari eru.  Má þar nefna svör við spurningum um veikindarétt, orlof, yfirvinnu og matartíma, svo eitthvað sé nefnt.

Sjá nánar hér

Verslunarmannafélag Skagafjarðar á sama kjarasamning og VR svo þessar upplýsingar gilda fyrir félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar.

 

Til upplýsinga

  • Foreldrar ættu að fara yfir launaseðla með börnum sínum og kanna hvort allt sé með felldu.
  • Börn greiða 6% skatt, sem talinn er fram á skattskýrslu foreldra, þar til almanaksárið er þau verða 16 ára hefst.
  • Börn fá persónuafslátt í byrjun árs þess sem þau verða 16 ára.
  • Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16. ára afmælisdaginn.
  • Foreldrar hafa eftirlitsskyldu með börnum sínum þegar þau fara á vinnumarkað. Börn til 18 ára aldurs hafa ekki heimild til að skrifa undir ráðningarsamning nema með samþykki foreldra.

Ert þú að leita að þessum upplýsingum?