Að gefnu tilefni þurfum við því miður að minna félagsmenn á að ganga vel frá í íbúðum og orlofshúsi félagsins eftir notkun. Því miður er staðan sú að kvörtunum vegna umgengi og lélegra þrifa hefur farið fjölgandi að undanförnu.
Félagar! Höfum í huga að þetta er sameign okkar allra og því er nauðsynlegt að við hugsum öll vel um eignirnar okkar og skiljum við hús og íbúðir eins og við viljum sjálf koma að þeim.
Verði vanhöld á þrifum, að mati umsjónarmanns á viðkomandi svæði, má búast við að leigutaki þurfi að borga þrifagjald.