Nú er Farskólinn að fara af stað með nokkur námskeið Verslunarmannafélag Skagafjarðar ætlar að bjóða félagsmönnum sínum á, þeim að kostnaðarlausu. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér þessi námskeið og skrá sig ef áhugi er fyrir hendi. Athugið að námskeiðin eru ýmist net- eða staðarnámskeið.
Eftirfarandi námskeið eru í boði en áhugasamir geta skráð sig með því að ýta á nafn námskeiðanna hér fyrir neðan og verður þá vísað á skráningarsíðu hvers námskeiðs fyrir sig.
Að búa til þinn eigin krans, staðarnámskeið. Ýmsar dagsetningar í sept. en kennt á Sauðárkróki þann 13.september
Fjármál við starfslok, vefnámskeið, 13.september
Vetrarforði, grænmetisuppskeran, vefnámskeið, 21.september
Fræ er fjársjóður, vefnámskeið, 27.september
Glúteinóþol og ofnæmi bakstur, staðarnámskeið. Ýmsar dagsetningar en kennt á Sauðárkróki þann 2.október
Áfram veginn – fyrir fullorðna með ADHD, fjarnámskeið, 2.og 9. október (2 skipti)
Persónuleg fjármál, vefnámskeið, 4.október
Grunnur að góðu breytingarskeiði, vefnámskeið, 11.október
Klassískir eftirréttir – Crème brulee og Creme caramel, staðarnámskeið. Ýmsar dagsetningar en kennt á Sauðárkróki þann 12.október
Að kaupa sína fyrstu íbúð, vefnámskeið, 25.október
Jurtasmyrsl og krem, staðarnámskeið. Ýmsar dagsetningar en kennt á Sauðárkróki þann 26.október
Rötun og notkun GPS tækja, staðarnámskeið, 4.-5.nóvember
FAB LAB námskeið á Sauðárkróki:
Laserskurður, staðarnámskeið, ekki komin dagsetning
Textílhönnun, staðarnámskeið, 14. október
Mótagerð, staðkennt, 30.október og 7.nóvember
Rafrásir og örtölvur, staðkennt, 20.nóvember og 27. nóvember