Kjarasamningur Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV), við Samtök atvinnulífsins (SA) var undirritaður í gær mánudaginn 12. desember 2022. Samningurinn er gerður í samfloti við tækni- og iðnaðarmenn og nær til tæplega 60.000 manns á vinnumarkaði.
Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Markmið samningsins er í megindráttum að styðja strax við kaupmátt launa, veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika og skapa forsendur fyrir langtímasamningi.
- Gildistími samningsins er afturvirkur frá 1. nóvember 2022 og gildir til 31. janúar.
- Almennar launahækkanir verða 6.75%, þó að hámarki 66.000 kr. og taka gildi 1. nóvember 2022.
- Hækkunin felur í sér flýtingu og fullar efndir hagvaxtarauka sem koma átti til greiðslu þann 1. maí 2023.
- Nýjar launatöflur taka gildi strax með taxtabreytingum.
- Samkvæmt samningum verður orlofsuppbót árið 2023 56.000 kr. og desemberuppbót fyrir sama ár 103.000 kr.
- Kjaratengdir liðir samningsins hækka um 5,0% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.
Með framlengingu á lífskjarasamningnum er viðræðum um önnur atriði en launaliðinn frestað. Unnið verður markvisst að nýjum langtímasamningi á samningstímabilinu og er sú vinna þegar hafin sem miðar að því að næsti kjarasamningur taki við af Brú að bættum lífskjörum.
Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslur hefjist á hádegi 14. desember 2022.
Hér má lesa samninginn í heild sinni í PDF
Athugið að Verslunarmannafélag Skagafjarðar mun kynna samninginn sínu félagsfólki á opnum félagsfundi sem haldinn verður í sal frímúrara, Borgarmýri 1, fimmtudaginn 15.desember nk. kl.20:00.