Skip to main content

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins í lok mánaðarins.
Að venju verður það haldið í Blöndustöð og mun að þessu sinni standa yfir í 3 daga.

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir trúnaðarmenn félagsins í lok mánaðarins.
Að venju verður það haldið í Blöndustöð og mun að þessu sinni standa yfir í 3 daga.
Mikil ánægja hefur verið með þessi námskeið enda þar farið yfir þá þætti sem snúa að hlutverki trúnaðarmanna auk þess sem þeim gefst þarna frábært tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar.
Námskeiðin hafa verið haldin í samstarfi við Ölduna stéttarfélag og
stéttarfélagið Samstöðu á Blönduósi og hefur það fyrirkomulag gengið mjög vel.
Þá mun Félagsmálaskóli Alþýðunnar einnig halda námskeið fyrir trúnaðarmenn í mars svo ljóst er að nóg framboð er af fræðsluefni fyrir trúnaðarmenn félagsins og því ætti öllum að gefast tækifæri á að auka þekkingu sína og færni í starfinu.

Close Menu

Verslunarmannafélag Skagafjarðar

Borgarmýri 1
Sauðárkróki
Ísland

T: 453 5433
E: skrifstofa@stettarfelag.is