Skip to main content
VMF

Lóðarleiga í fjölbýli hækkar um 54%

By febrúar 7, 2012No Comments

Í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ á álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2012, kemur í ljós að fasteignamat, sem er unnið af Fasteignamati ríkisins, hefur hækkað víða á landinu. Í Skagafirði hækkaði matið um 7,5% í fjölbýli og 13,2% í sérbýli. Álagningarprósentan er óbreytt frá fyrra ári, eða 0,5%. Það þýðir, að fasteignagjöldin hækka sem nemur hækkun matsins.

Í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ á álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2012, kemur í ljós að fasteignamat, sem er unnið af Fasteignamati ríkisins,  hefur hækkað víða á landinu. Í Skagafirði hækkaði matið um 7,5% í fjölbýli og 13,2% í sérbýli. Álagningarprósentan er óbreytt frá fyrra ári, eða 0,5%. Það þýðir, að fasteignagjöldin hækka sem nemur hækkun matsins. Sama gildir um holræsagjald, álagningarstuðullinn er óbreyttur, þannig að hækkun fasteignamatsins kemur öll fram í hækkun gjalda.

Mesta breytingin er þó á hækkun lóðarmats í fjölbýli, þar sem matið hækkar um 54% og álagningarstuðullinn er ekki lækkaður, þannig að breytingin kemur fram sem 54% hækkun.
Sjá samantekt ASÍ