Skip to main content
VMF

Látum Amazon borga – styðjum starfsfólk Amazon!

By nóvember 21, 2024No Comments

Stjórn LÍV hvetur að félaga í LÍV til að sniðganga Amazon 29. nóvember til 2. desember og senda þannig skýr skilaboð til eigenda Amazon um mikilvægi þess að starfsfólk Amazon njóti lágmarks mannréttinda og Amazon virði þau sjálfsögðu réttindi starfsfólks að stofna stéttarfélög til þess að berjast fyrir betri lífskjörum.

Jafnframt hvetjum við félaga í LÍV til þess að vekja athygli á framferði Amazon, sem er hluti af alþjóðlegu átaki, sem nú fer fram fjórða árið í röð. Frá árinu 2020 hafa rúmlega 80 samtök, þar á meðal samtök verslunarfólks, sem berjast fyrir réttindum launafólks, loftslagsmálum og gegn spilling og skattasniðgöngu, ásamt þúsundum stuðningsaðila um allan heim tekið höndum saman til þess að vekja athygli á framferði Amazon á svörtum föstudegi.

Samtök verslunarfólks um allan heim krefjast þess að Amazon komi fram við starfsfólk sitt af virðingu og láti af hegðun sem bókstaflega skaði starfsfólkið. Þar til Amazon bætir ráð sitt, þá beinum við því til okkar félaga að sniðganga Amazon á þessari stærstu verslunarviku ársins og látum Amazon borga.

Frekari upplýsingar um Make Amazon Pay