Skip to main content
VMF

Frídagur verslunarmanna

By júlí 29, 2022No Comments

Frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsfólki sínu frídag til að þeir gætu skemmt sér. Frídagur verslunarmanna varð almennur frídagur uppúr miðri síðustu öld. Í ár fellur hann á mánudaginn 1. ágúst.

Frídagur verslunarmanna er stórhátíðardagur og ber að greiða fyrir vinnu þann dag samkvæmt því.
Vinnuskylda er ekki á frídögum og stórhátíðardögum.

 Sjá nánar um stórhátíðarálag.