Skip to main content
VMF

Ekki vera sóði – ekki fá sekt!

By október 4, 2024No Comments
Að gefnu tilefni viljum við ítreka að félagsmenn þurfa sjálfir að þrífa íbúðir og orlofshús félagsins að leigutíma loknum.

Verði vanhöld á þrifum má leigutaki búast við að fá sendan reikning vegna þrifa.

Meirihluti félagsmanna stendur sig með sóma í þessum efnum en að undanförnu hefur kvörtunum vegna lélegra þrifa þó fjölgað og það er leiðinlegt að vita til þess að félagsmenn virði ekki umgengnisreglur og skili eignunum óhreinum.

Munið að íbúðirnar eru sameign ykkar allra. Forsendan fyrir því að geta boðið upp á ódýra gistingu er að þið hjálpist öll að við að ganga vel um þær eignir sem félagið á.