Desemberuppbót skv. kjarasamningum fyrir árið 2021 er 96.000 kr. m.v. fullt starf og hana skal greiða í síðasta lagi 15.desember.
Desemberuppbótin er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattar og skyldur, félagsgjöld og lífeyrissjóður greiðast af desemberuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á desemberuppbótina.
Þú getur reiknað út desemberuppbótina þína. Smelltu hér til að reikna
Félagsmönnum er bent á að passa vel upp á réttindin sín í desember. Hér er hægt að sjá það helsta sem þarf að hafa í huga.