Skip to main content
VMF

ASÍ – Tæp 60% telja hlutdeild í arði auðlinda rangláta

By október 18, 2024No Comments

Aðeins rétt rúmur fjórðungur landsmanna telur hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda réttláta, að því er fram kemur í nýrri þjóðmálakönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ).

Spurt var: Telur þú að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda sé réttlát eða ranglát?

Um 57% þátttakenda í könnunni töldu hlutdeildina ýmist frekar eða mjög rangláta.

Hærra hlutfall kvenna en karla taldi hlutdeildina mjög rangláta eða 33% á móti 28%.

Á meðal háskólamenntaðra reyndist 61% telja hlutdeild almennings í arðinum ýmist mjög eða frekar rangláta og var það hlutfall hærra en  meðal fólks sem lokið hafði framhaldsskólamenntun (55%) og grunnskólaprófi (52%).

Á landsbyggðinni kváðust 56% telja hlutdeildina rangláta og á höfuðborgarsvæðinu reyndist hlutfallið 58%.

Hér má sjá nánari greiningu á svörum við þessari spurningu.

Um könnunina:

Gallup framkvæmdi könnunina 12.-23. september 2024.

Þetta var netkönnun sem náði til 1.722 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, sem handahófsvaldir voru úr Viðhorfahópi Gallup.

Stærð úrtaks  og svörun:

Úrtak: 1,722

Svara ekki: 851

Fjöldi svarenda: 871

Þátttaka: 50,6%