Skip to main content
VMF

ASÍ bendir á umfjöllun um kjör filippseyskra au pair-kvenna í „Þetta helst“

By maí 28, 2025No Comments

Í tveimur nýlegum þáttum Þetta helst á RÚV er fjallað um kjör og aðstæður filippseyskra au pair-kvenna á Íslandi. Þar lýsa viðmælendur áhyggjum af því að svokallað vistráðningarkerfi uppfylli ekki tilgang sinn og að það sé í mörgum tilvikum nýtt sem leið til að fá ódýrt vinnuafl fremur en að um raunveruleg menningarskipti sé að ræða.

ASÍ hefur ítrekað vakið athygli á ágöllum au pair-kerfisins, meðal annars í umsögnum til Alþingis og bent á að um sé að ræða berskjaldaðan hóp sem njóti takmarkaðra réttinda og skortur sé á skýrri vernd og eftirliti. Sams konar áhyggjur hafa komið fram víðar á Norðurlöndum og árið 2023 afnam Noregur sérstakt dvalarleyfi fyrir au pair með vísan til brota og kerfisbundinnar misnotkunar.

Hér má hlusta á umfjöllun Þetta helst:

🎧 Misnotkun á filippseyskum au-pair-stelpum

🎧 Svo duglegar“ þessar filippseysku au pair-stúlkur