Enn er langt í land
Á þeim tæplega 50 árum sem liðin eru frá fyrsta kvennaverkfallinu hefur vissulega náðst markveður árangur í jafnréttismálunum. Ennþá er samt langt í land.
- Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.
- Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða myndar láglaunahópa í samfélaginu.
- Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð — en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.
Við bíðum ekki lengur – og krefjumst aðgerða strax!
Stöðvum ofbeldið!
Auk þess kerfisbundna vanmats á störfum kvenna hér á landi eru önnur meginþemu verkfallsins kynbundið og kynferðislegt sem meira en 40% kvenna verða fyrir á lífsleiðinni.
Við bíðum ekki lengur – og krefjumst róttæka aðgerða gegn ofbeldinu strax!
Konur koma saman til útifundar á Arnarhóli í Reykjavík kl. 14:00 á verkfallsdaginn. Unnið er að skipulagningu funda og viðburða viða um land.
Hægt er að skrá sig á Facebook-viðburð verkfallsins hér.
ASÍ stendur að Kvennaverkfallinu 2023 ásamt eftirfarandi:
Aflið (Akureyri)
Bandalag kvenna í Reykjavík
BHM – Bandalag háskólamanna
BSRB
Druslugangan
Druslubækur og Doðrantar
Delta Kappa Gamma, félag kvenna í fræðslustörfum
Femínísk fjármál
Femínistafélag HÍ
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Félag um Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna á Íslandi
Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna
IceFemin
Kennarasamband Íslands
Knúz.is
Kvenfélagasamband Íslands
Kvennahreyfing ÖBÍ
Kvennaráðgjöfin
Kvennasögusafn Íslands
Kvenréttindafélag Íslands
Rótin
Samtök um kvennaathvarf
SSF – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Samtökin ’78
Soroptimistasamband Íslands
Stígamót
UN Women Ísland
Ungar athafnakonur
WIFT – Konur í kvikmyndum og sjónvarpi
W.O.M.E.N. in Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Q – félag hinsegin stúdenta