Skip to main content
VMF

Desemberuppbót

By nóvember 27, 2025No Comments

Desemberuppbót 2025 er skv. kjarasamningi LÍV 110.000 kr. fyrir fullt starf. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof eða 1.653,75 klst á skrifstofu eða 1.743,75 í verslun.

Desemberuppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllu starfsfólki sem verið hefur samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum EÐA eru í starfi fyrstu viku í desember.Heimilt er með samkomulagi við starfskraft að uppgjörstímabil sé frá 1. desember til 30. nóvember ár hvert í stað almanaksárs.Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.
Á heimasíðu VR  má finna reiknivél þar sem hægt er að reikna út desemberuppbótina.