Skip to main content
VMF

Vel heppnaðir fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG

By apríl 17, 2023No Comments
Capture
Dagana 30.-31. mars síðastliðinn fóru fram fræðslu- og tengsladagar ASÍ-UNG sem voru haldnir á Stracta hótel á Hellu.Stjórn ASÍ-UNG stóð fyrir viðburðinum og sóttu hann um 30 manns. Málefni fræðslu- og tengsladagana í ár var myndun stefnu ASÍ-UNG og mynduðust sérlega góðar og opnar umræður.Erindi flutti Leifur Óskarsson, meistaranemi í stjórnun og stefnumótun. Erindi hans fjallaði um ferli stefnumótunar og nytsamleg tól sem aðstoða við slíkt ferli.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ flutti einnig erindi og tók við spurningum.

 

Stjórn ASÍ-UNG kemur nú til með að vinna áfram þann efnivið sem fram kom á fræðslu- og tengsladögunum með það markmið að kynna stefnu ASÍ-UNG seinna á árinu.