Rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) lauk á hádegi í gær og var hann samþykktur.
Alls voru 172 á kjörskrá Verslunarmannafélags Skagafjarðar, þar af nýttu 34 atkvæðisrétt sinn og kjörsókn því 20%. Alls samþykktu 30 samninginn, 2 höfnuðu honum og 2 tóku ekki afstöðu.