Skip to main content
VMF

Svar við fyrirspurn félagsins

By september 13, 2022No Comments

Þann 29.ágúst sl. sendi Verslunarmannafélag Skagafjarðar bréf til Byggðaráðs Skagafjarðar og óskaði eftir upplýsingum varðandi hvort fyrirhugað væri að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda í sveitarfélaginu fyrir árið 2023 í ljósi þeirra miklu hækkana sem urðu á fasteignamati í sveitarfélaginu fyrr á árinu.

Byggðaráð Skagafjarðar tók erindið fyrir og er svarið eftirfarandi:

Lagt fram bréf dagsett 29. ágúst 2022 frá Verslunarmannafélagi Skagafjarðar þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort ákvörðun hafi verið tekin um að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda í sveitarfélaginu fyrir árið 2023 í ljósi þeirra miklu hækkana sem urðu á fasteignamati í sveitarfélaginu fyrr á árinu.
Byggðarráð skilur áhyggjur Verslunarmannafélags Skagafjarðar á hækkun fasteignagjalda en minnir á fasta tengingu við framlag Jöfnunarsjóðs við álagsprósentu fasteignaskatts, þ.e. framlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélagsins lækkar ef það fullnýtir ekki skattstofninn.
Ljóst er að þetta fyrirkomulag þarfnast endurskoðunar við. Frekari umræða verður tekin í tengslum við vinnu vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar ársins 2023.