Skip to main content
VMF

Orlofsuppbót

By júní 2, 2022No Comments

Minnum félagsmenn á rétt þeirra á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í júní ár hvert.

Orlofsuppbót skv. kjarasamningum félagsins er kr. 53.000 árið 2022 (fyrir árið 2021 m.v. fullt starf.) Orlofsuppbót skal greiða eigi síðar en 1. júní 2022.

Orlofsuppbót er föst tala og tekur ekki launabreytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamnings. Skattar og skyldur, félagsgjöld og lífeyrissjóður greiðast af orlofsuppbót. Orlof greiðist ekki ofan á orlofsuppbótina.

Á heimasíðu VR getur þú reiknað út orlofsuppbót þína, en VR á sama kjarasamning og Verslunarmannafélag Skagafjarðar.

 

Ýttu HÉR til að opna reiknivélina.