33.þing Landssambands íslenskra verslunarmanna var haldið á Selfossi dagana 19.-20. október sl. og sátu 87 fulltrúar þingið.
Meðal framsögufólks á þinginu var Auður Alfa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, sem hélt erindi um réttlát umskipti og Victor Karl Magnússon, sérfræðingur hjá VR, sem fjallaði um framtíð starfa í stafrænum heimi. Þá hélt Linda Palmetzhofer, formaður Handels í Svíþjóð, erindi um stöðu verslunarfólks á Norðurlöndunum. Seinni dagur þingsins var síðan helgaður málefnastarfi í tengslum við kröfugerð VR/LÍV í komandi kjarasamningum.
Þingið tók fyrir helstu kröfur á stjórnvöld vegna komandi kjaraviðræðna og fjallaði um kröfugerð sambandsins á hendur atvinnurekendum. Þá var samþykkt ályktun um réttlát umskipti og má lesa ályktunina í heild sinni hér. Hægt er að sjá allar upplýsingar um þingið á vef landssambandsins.