Vinnustaðaeftirlit og vinnustaðaskírteini
Þann 15. ágúst 2010 tók gildi samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum byggt á lögum um sama efni. Vinnustaðaskírteinum er ætlað að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði.
Með viðbótarsamkomulag frá 5. maí 2011 bætust við nýjar atvinnugreinar, þar sem skylt er að bera vinnustaðaskírteini.
Frumvarp að staðli um vinnustaðaskírteini sem samið var á vettvangi Staðlaráðs er nú í umsagnarferli og er stefnt að því að gefa staðalinn út í október nk. Í samræmi við viðbótarsamkomulag ASÍ og SA frá 5. maí taka skyldur atvinnurekenda í atvinnugreinum sem taldar eru upp í fylgiskjali 2 með samkomulaginu gildi við gildistöku staðalsins.
Hér má fá allar nánari upplýsingar um vinnustaðaskírteinin.