Skip to main content

Gjaldskrá leikskóla í Skagafirði hefur hækkað um 9 % frá því í fyrra samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ.
Aðeins þrjú sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrra, það eru Fjarðarbyggð,Ísafjarðarbær og Seltjarnarneskaupstaður.
Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma vistun ásamt fæði,er hjá Akraneskaupstað um 14%, Sveitarfélaginu Skagafirði um 9% og Akureyri um 6%.

Töluverðar hækkanir á gjaldskrám leikskóla milli ára
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013. Aðeins þrjú sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrána síðan í fyrra, það eru Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbær og  Seltjarnarneskaupstaður. 12 sveitarfélög hafa hækkað gjaldskrána milli ára.
Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma vistun ásamt fæði, er hjá Akraneskaupstað um 14%, Sveitarfélaginu Skagafirði um 9% og Akureyri um 6%. Níu tíma vistun hefur einnig hækkað um 3-14%.
Ísafjörður er eina sveitarfélagið sem hefur lækkað hjá sér gjaldskrána milli ára og nemur lækkunin 2% fyrir 8 og 9 tíma vistun.
Forgangshópar eru ekki undanþegnir gjaldskráhækkunum.

Á vef ASÍ má lesa fréttina í heild sinni og fá nánari upplýsingar um breytingar á verði fyrir dagvistun.