Skip to main content

Vísitala neysluverðs er 472,8 stig í nóvember samanborið við 472,2 stig í október og hækkar um 0,13% milli mánaða. Ársverðbólgan lækkar og mælist 2,7% í nóvember samanborið við 2,8% í október.

Vísitala neysluverðs er 472,8 stig í nóvember samanborið við 472,2 stig í október og hækkar um 0,13% milli mánaða. Ársverðbólgan lækkar og mælist 2,7% í nóvember samanborið við 2,8% í október. Vísitala án húsnæðis stendur í stað milli mánaða og er 402,9 stig eða 2,4%.

Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni í nóvember hefur hækkun á reiknaðri húsaleigu um 0,7% (áhrif á vísitölu 0,12%). Aðrir liðir sem hækka milli mánaða eru matur og drykkjarvara um 0,3% og húsgögn og heimilisbúnaður um 1,4%.

Mest áhrif til lækkunar hafa flugfargjöld til útlanda sem lækka um 11,2% (áhrif á vísitölu -0,16%). Næst mest áhrif hefur lækkun á bílum um 1% (áhrif á vísitölu 0,05%). Þá lækkar liðurinn póstur og sími lítillega eða um 0,32% sem og hótel og veitingarstaðir um 0,28%.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ