Skip to main content

Útilegukortið er til sölu á skrifstofu stéttarféalganna og kostar 9.000 krónur fyrir félagsmenn, en almennt verð er 13.900 kr. Kortið veitir eiganda, maka og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á fjölmörgum tjaldstæðum hringinn í kringum landið.

Útilegukortið verður til sölu á skrifstofu félagsins. Frá því að það var starfrækt árið 2006 hefur það notið mikilla vinsælda sem aukist hafa með hverju árinu enda eru alltaf að bætast við nýjir staðir þar sem hægt er að nýta kortið.

Félagsmenn greiða aðeins kr. 9.000 fyrir útilegukortið en fullt verð er kr. 13.900.

Kortið veitir eiganda þess, maka og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins.

Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Allt á fjórða tug tjaldstæða víðs vegar um landið veita fría gistingu gegn framvísun kortsins og gildir það fyrir hjólhýsi, tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla og hefðbundin tjöld.     

Hægt er að fá frekari upplýsingar um kortið og þá staði sem í boði eru á vefsíðunni www.utilegukortid.is.