Lögfræðiþjónusta
Verslunarmannafélag Skagafjarðar er með samning við Pacta lögmenn og LMG lögmannsstofu sem sinna lögfræðilegum verkefnum fyrir félagið, sem og félagsmenn þess.
Félagsmönnum er veittur 20% afsláttur af lögfræðikostnaði og þeir geta snúið sér beint til þessara aðila telji þeir sig þurfa á þjónustu lögmanns að halda.
Nánari upplýsingar er að finna á:
heimasíðunni: www.pacta.is eða í síma 440 7900
heimasíðunni: lmg.is eða í síma 511-1190.
Þessi þjónusta sem í boði er fyrir félagsmenn Verslunarmannafélagsins er ekki einungis á sviði vinnuréttar og verkalýðsmála heldur á flestum þeim sviðum sem félagsmenn geta þurft á lögmanni að halda. Til dæmis vegna slysa, vinnuslysa og umferðarslysa, fasteignagalla, hjónaskilnaða og líka ef þörf gerist fyrir verjanda í refsimáli.