Skip to main content

Algengast er að um 30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 31. mars.

Algengast er að um 30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 31. mars.

Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim eggjum sem skoðuð voru en Hagkaup var oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg hjá Hagkaupum og Fjarðarkaupum en fæst hjá Samkaupum–Úrvali og Bónus.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða á 17 af þeim 31 tegundum sem kannaðar voru. Hæsta verðið í könnuninni var oftast hjá Hagkaupum eða á 17 páskaeggjum af 31.

 Oftast var um 30% verðmunur á hæsta og lægsta verði páskaeggjanna í könnuninni. Sem dæmi má nefna að 30% verðmunur var á 450 gr. nizza lakkrís házkaeggi frá Nóa Síríus sem var ódýrast á 1.998 kr. hjá Bónus en dýrast á 2.598 kr. hjá Víði, en það er 600 kr. verðmunur. Þá var 40% verðmunur á 325 gr. páskaeggi nr. 4 frá Góu sem var ódýrast á 998 kr. hjá Iceland en dýrast á 1.398 kr. hjá Samkaupum-Úrval sem er 400 krónu verðmunur.
 
 Minnstur verðmunur í könnuninni var á páskaeggjakörfu frá Nóa Síríus fylltri af pippeggjum sem var ódýrust á 1.149 kr. hjá Krónunni en dýrust á 1.249  kr. hjá Hagkaupum sem er 9% verðmunur. Mestur verðmunur að þessu sinni var 50% á Nóa Síríus páskaeggi nr. 3 og Góu lakkrís páskaeggi nr. 4, en páskaeggið frá Nóa Síríus var dýrast hjá Hagkaupum en ódýrast hjá Bónus og Góu eggið var ódýrast hjá Krónunni en dýrast hjá Samkaupum-Úrval.

Sjá nánar niðurstöður í töflu á heimasíðu ASÍ.

Verðkönnunin tók til algengra páskaeggja frá íslenskum framleiðendum.

Könnunin var gerð mánudaginn 31.mars í eftirfarandi verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Samkaupum-Úrvali, Nóatúni og Víði.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

 Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.