Skip to main content

Í grein sem birtist nýverið í Kjarnanum er gagnrýni beint að stjórnvöldum vegna áforma um að minnka enn frekar stuðning við barnafjölskyldur í formi barnabóta. Alþýðusambandið hefur einnig gagnrýnt þessar tillögur.

Í grein sem birtist nýverið í Kjarnanum (1) er gagnrýni beint að stjórnvöldum vegna áforma um að minnka enn frekar stuðning við barnafjölskyldur í formi barnabóta. Alþýðusambandið hefur einnig gagnrýnt þessar tillögur.

Stjórnvöld hafa gjarnan vísað til tillagna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um endurskoðun á barnabótakerfinu og ráðleggingar hans um einföldun á kerfinu. Þetta er afar villandi þar sem tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggðu á því að markmið stjórnvalda væri stuðningur til fátækra en ekki til að styðja almennt við barnafjölskyldur eða hvetja til barneigna. Þannig segir í skýrslu AGS:

"Markmið barnabóta víða í Evrópu er að hvetja til barneigna, einkum í löndum þar sem fæðingartíðni er lág, en einnig að koma í veg fyrir fátækt barna. Varðandi fæðingartíðnina þá á það atriði líklega ekki við um Ísland þar sem fæðingartíðni er tiltölulega há enda staðfesta íslensk stjórnvöld að meginmarkmið barnabóta í landinu sé að koma í veg fyrir barnafátækt. Þess vegna eigi endurbætur á kerfinu að miðast við það markmið." (2) (þýðing)

 

Dregur þröng fjarhagsleg staða ungs fólks úr fæðingartíðni?
Á Norðurlöndum og víða í Evrópu hefur ríkt mikil sátt um gildi stuðnings til barnafjölskyldna. Barnabætur á Norðurlöndum eru föst upphæð á barn á meðan stuðningur er á Íslandi er háður fjölda og aldurs barna, tekjum foreldra og hjúskaparstöðu. ASÍ vill að þróuninni verði snúið við og barnabætur lagaðar að norræna kerfinu þar sem barnabætur hafa það hlutverk að jafna lífskjör fólks með svipaðar tekjur en mismunandi framfærslubyrði.

Fæðingartíðni hefur dregist hratt saman á Íslandi og hefur aldrei verið lægri en um þessar mundir. Þrengri fjárhagsleg staða ungs fólks og veiking stuðningskerfa barnafjölskyldna hefur vafalaust hraðað þessari þróun. Lífskjör ungs fólks hafa verið í brennidepli (3) og staða ungs fólks á húsnæðismarkaði hefur versnað.
Minnkandi stuðningur stjórnvalda til barnafjölskyldna er því risastórt skref aftur á bak. Staða ungs fólks, vaxandi kostnaður við nám, kostnaður við barneignir, daggæslu og lækkandi fæðingartíðni er sá veruleiki sem nota má til að rökstyðja aukin stuðnings til barnafjölskyldna.

[1] Sjá nánar í Kjarnanum: https://kjarninn.is/skodun/2017-05-17-barnabaetur-almenn-regla-eda-fataekrahjalp/

[2] Sjá nánar úttekt IMF: https://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2015/cr15315.pdf

[3] Sjá nánar skýrslu Alþingis http://www.althingi.is/altext/pdf/145/s/1652.pdf