Skip to main content

Samkvæmt kjarasamningi hækka laun og kauptaxtar um 3% frá og með 1. maí 2018.
Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. júní 2018.

Samkvæmt kjarasamningi hækka laun og kauptaxtar um 3% frá og með 1. maí 2018.
Athugið að launahækkunin tekur til launa fyrir maímánuð og kemur því til útborgunar hjá flestum félagsmönnum þann 1. júní 2018.

  • Laun og launatengdir liðir hækka þann 1. maí 2018 um 3%.  Sjá lágmarkstaxta  hér.
  • Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, 171,15 klst. á mánuði (39,5 stundir á viku) fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir) skal vera 300.000 kr. frá 1. maí 2018. ATH að taka ber tillit til allra greiðslna þegar þessar lágmarkstekjur eru metnar s.s. allar bónus-, álags- og aukagreiðslur ber að taka með inn í samtöluna.
  • Orlofsuppbót 2018 er 48.000 kr. greiðist, þann 1. júní 2018, miðað við fullt starf.
  • Desemberuppbót 2018 er 89.000 kr. greiðist eigi síðar en 15. desember 2018, miðað við fullt starf.   
  • Mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar úr 10,0% í 11,5% þann 1. júlí 2018.