Skip to main content

Raforkureikningi heimilisins má skipta í tvo hluta. Annars vegar er greitt fyrir flutning og dreifingu raforkunnar til þeirrar dreifiveitu sem hefur sérleyfi á viðkomandi landsvæði og hins vegar er greitt fyrir sjálfa raforkuna til þess sölufyrirtækis sem hver og einn kaupandi velur.

Raforkureikningi heimilisins má skipta í tvo hluta. Annars vegar er greitt fyrir flutning og dreifingu raforkunnar til þeirrar dreifiveitu sem hefur sérleyfi á viðkomandi landsvæði og hins vegar er greitt fyrir sjálfa raforkuna til þess sölufyrirtækis sem hver og einn kaupandi velur. Heimili á Reyðarfirði greiðir til dæmis ávallt Rafveitu Reyðarfjarðar fyrir flutning og dreifingu á raforku en getur valið hvar raforkan er keypt. Í neðangreindum dæmum er gert ráð fyrir að heimilið kaupi 4.000 kWst./ári. af raforku frá þeirri dreifiveitu sem hefur sérleyfi á flutningi og dreifingu á viðkomandi landsvæði og þeim sölufyrirtækjum sem stofnuð hafa verið utan um raforkusöluna hjá viðkomandi dreifiveitu.

Verð á rafmagni hefur hækkað um 7,7-13,4% frá 2016. Mestu verðhækkanirnar eru hjá Orku Náttúrunnar sem hefur hækkað gjaldskrá sína um 13,4% og bjóða nú upp á hæsta verðið eða 31.893 kr. miðað við 4.000 kWst/ári. Næst mesta hækkunin er hjá HS orku, 11% sem býður upp á næst hæsta verðið eða 31.496 kr. miðað við 4.000 kWst/ári.

Minnsta hækkunin er hjá Orkubúi Vestfjarða eða 7,7% en þeir bjóða upp á næst lægsta verðið, 43.896 kr. Orka heimilanna býður upp á lægsta verðið, 43.822 kr. en það fyrirtæki var stofnað á þessu ári og því hafa ekki orðið neinar hækkanir á verðskrá þeirra. Lítill munur er á verðskrám þeirra sjö orkusala sem fólk hefur val um en munur á hæsta og lægsta verði í orkusölu er 9,7% eða 2.678 kr. sem ber þess merki að lítil verðsamkeppni sé á milli aðila á markaði.

SJÁ NÁNAR Á TÖFLU Á HEIMASÍÐU ASÍ

Rétt er að vekja athygli á að ákveði heimili að kaupa raforkuna hjá öðru fyrirtæki en því sem sér um flutning og dreifingu á viðkomandi landssvæði, mun raforkureikningur heimilisins berast í tvennu lagi. Einn fyrir flutning og dreifingu og annar fyrir orkusölu. Neytendur ættu því að kynna sér hvort seðilgjald sé innheimt aukalega hjá raforkusalanum og hvort komast megi hjá því t.d. með rafrænum greiðsluseðlum svo kostnaður við skiptin verði ekki meiri en sem nemur verðmun á milli söluaðila.

Sjá nánar sundurliðaðan kostnað við orkusölu í töflu

Orkusala samanburður 2016 og 2018