Skip to main content

kl. 18:00 á fimmtudaginn kemur

Opinn fundur fyrir félagsmenn verður haldinn kl 18:00 fimmtudaginn 27. september nk. Fjallað verður um stöðu kjaramála og eru félagsmenn eindregið hvattir til að mæta. Boðið verður upp á súpu á fundinum.

Stéttarfélögin í Skagafirði, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Aldan stéttarfélag og Iðnsveinafélag Skagafjarðar, bjóða félagsmönnum sínum til opins félagsfundar um kjaramál fimmtudaginn 27.september nk.
Fundurinn verður haldinn á Mælifelli, Aðalgötu 7 á Sauðárkróki, og hefst hann kl. 18:00.
Framsögu á fundinum hefur Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ.
Að því loknu verða opnar umræður og félagsmenn beðnir um að koma með sínar áherslur fyrir komandi kjarasamningagerð.

Boðið verður upp á súpu á fundinum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta !