Skip to main content

Alþýðusamband Íslands heldur opinn félagsfund með stjórnum og trúnaðarráðum allra aðildarfélaga þess á Norðurlandi vestra.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 21. mars á Mælifelli og hefst hann kl. 18:30.

Alþýðusamband Íslands heldur fund með stjórnum og trúnaðarráðum allra aðildarfélaga þess á Norðurlandi vestra.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 21. mars á Mælifelli
og hefst hann  kl. 18:30.

Um opinn fund er að ræða og eru fundarmenn því hvattir til að taka með sér gesti úr röðum félagsmanna.

Boðið verður upp á kjötsúpu á fundinum.

Yfirskrift fundarins er kaupmáttur – atvinna – velferð.

Fundarefnið er þríþætt :

1. Áherslur ASÍ varðandi stöðu og þróun kjaramála og kaupmáttar launafólks   með sérstakri áherslu á baráttuna við verðbólguna og stefnu og aðgerðir ASÍ í þeim efnum.

2. Áherslur ASÍ á auknar fjárfestingar og eflingu atvinnulífs eins og þær voru mótaðar á 40. þingi ASÍ í október sl.

3. Velferðarmálin með sérstakri áherslu á tillögur ASÍ varðandi nýtt húsnæðislánakerfi, auk þess sem fjallað verður um vinnu ASÍ að mótun félagslegs húsnæðiskerfis.