Skip to main content

Um áramótin voru tollar felldir niður af fatnaði og skóm. Var um að ræða ýmiskonar fatnað, t.d. notaðan fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, leðurfatnað, loðskinn, fatnað úr plasti og gúmmí, sem og fylgihluti þeirra; hnappa, tölur og rennilása.

Um áramótin voru tollar felldir niður af fatnaði og skóm. Var um að ræða ýmiskonar fatnað, t.d. notaðan fatnað, skófatnað, höfuðfatnað, leðurfatnað, loðskinn, fatnað úr plasti og gúmmí, sem og fylgihluti þeirra; hnappa, tölur og rennilása.

Afnám tolla á fatnaði og skóm ætti að skila meðallækkun verðs um 13% til neytenda á þeim vörum sem áður báru tollinn. Þegar skoðað er hlutfall þeirra vara í flokknum sem áður báru toll kemur í ljós að það eru aðeins 60% þeirra sem báru toll. Miðað við það hlutfall ætti afnámið að skila 7,8% lækkun á liðnum fatnaður og skór í vísitölu neysluverðs.

Í meðfylgjandi línuriti má sjá hvernig fatnaður og skór í vísitölu neysluverðs hafa sveiflast frá janúar 2014 þar til í febrúar 2016. Eins og sjá má er hámark vísitölunnar rétt fyrir útsölur í júlí og desember. En lágmarkið er í aðal útsölumánuðunum janúar og júlí. Breytingin þarna á milli er á bilinu 8-15%. Þegar vísitalan er skoðuð nú í febrúar m.v. í október 2015 má sjá að hún hefur lækkað um 7%.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ

Eins og staðan er nú í vísitölu neysluverðs á fatnaði og skóm má sjá að verslanirnar hafa hækkað verð aftur eftir útsölur, en það verður fróðlegt að sjá hvort verslanirnar munu skila afnáminu að fullu til neytenda. En á það væntanlega eftir að koma í ljós á næstu mánuðum hvernig þær munu haga sér. Verðlagseftirlitið mun halda áfram að fylgjast með til að sjá hvort afnáminu verði ekki skilað til neytenda og hvetur neytendur til slíks hins sama.

Verðlagseftirlitið hefur fengið nokkrar fyrirspurnir um hvaða lönd var búið að gera fríverslunarsamninga við og því ekki innheimtur tollur en það eru eftirtalin lönd: Albanía, Austurríki, Barein, Belgía, Bosnía og Hersegóvína, Botsvana, Bretland, Búlgaría, Chile, Danmörk, Egyptaland, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Grænland, Holland, Hong Kong, Írland, Ísrael, Ítalía, Jórdanía, Kanada, Katar, Kína, Kostaríka, Kólumbía, Króatía, Kúveit, Kýpur, Lesótó, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Líbanon, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Marokkó, Mexíkó, Namibía, Noregur, Óman, Palestína, Panama, Perú, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi Arabía, Serbía, Singapúr, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Suður-Afríka, Suður-Kórea, Svartfjallaland, Svasíland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Túnis, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraína og Þýskaland.