Skip to main content

Opinn fundur á miðvikudaginn kemur

Opinn kynningarfundur verður haldinn kl.19:00 næstkomandi miðvikudagskvöld á Mælifelli en þar verða kynnt helstu atriði nýrra kjarasamninga. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og fá svör við spurningum sínum.

Nýir kjarasamningar – um hvað var samið ?

Opinn kynningarfundur fyrir félagsmenn Öldunnar og Verslunarmannafélag Skagafjarðar verður haldinn kl.19:00 næstkomandi miðvikudagskvöld á Mælifelli en þar verða kynnt helstu atriði nýrra kjarasamninga.

Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, kynnir nýgerða samningana í heild sinni og útskýrir einnig aðkomu stjórnvalda að þeim. Fundurinn verður opinn öllum félagsmönnum þessara félaga og eru þeir eindregið hvattir til að mæta á fundinn og leggja spurningar fyrir Róbert og formenn félaganna.