Skip to main content

Opinn kynningarfundur verður haldinn á Mælifelli næstkomandi fimmtudag þar sem farið verður yfir helstu atriði nýrra kjarasamninga. Fundurinn er sameiginlegur fyrir félagsmenn Öldunnar stéttarfélags og Verslunarmannafélags Skagafjarðar og eru félagsmenn hvattir til að mæta og kynna sér innihald samninganna.

Félagsmenn Verslunarmannafélags Skagafjarðar og þeir félagsmenn Öldunnar stéttarfélags sem starfa
á almennum vinnumarkaði munu á næstu dögum kjósa um kjarasamninga sem undirritaðir voru þann 29.
maí síðastliðinn.

Af því tilefni verður haldinn kynningarfundur á Mælifelli, fimmtudaginn  11.júní  kl. 18:00 þar sem farið
verður yfir helstu atriði samninganna og þeir kynntir.

Boðið verður upp á súpu á fundinum.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér innihald samninganna.