Skip to main content

Kjarasamningur LÍV og SA var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, 22. júní 2015. Skrifað var undir samninginn þann 29. maí sl. og atkvæðagreiðsla um hann hófst þann 10. júní.

Kjarasamningur LÍV og SA var samþykktur með miklum meirihluta atkvæða í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem lauk á hádegi í dag, 22. júní 2015. Skrifað var undir samninginn þann 29. maí sl. og atkvæðagreiðsla um hann hófst þann 10. júní.

 

Þátttaka félagsmanna var slök í kosningunni en niðurstaðan engu að síður afgerandi.

Á kjörskrá Verslunarmannafélags Skagafjarðar voru 147, atkvæði greiddu 40 eða 27,21%.

Já sögðu  34 eða      85%

Nei sögðu  6 eða      15%

Engir seðlar voru auðir eða ógildir.

Kjarasamningurinn er því samþykktur og gildir frá 1. maí 2015 – 31. desember 2018.