Skip to main content

Mikill verðmunur reyndist vera milli söluaðila þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ódýrasta heilsársdekkinu sem er í boði hjá 20 dekkjaverkstæðum. Könnunin var gerð þriðjudaginn 27. október. Munur á hæsta og lægsta verði var allt að 35.804 kr. eða 146%.

Mikill verðmunur reyndist vera milli söluaðila þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ódýrasta heilsársdekkinu sem er í boði hjá 20 dekkjaverkstæðum. Könnunin var gerð þriðjudaginn 27. október. Munur á hæsta og lægsta verði var allt að 35.804 kr. eða 146%. Kannað var verð á 14, 15  16 og 18´´ dekkjum sem eru dekk fyrir smábíla, minni meðalbíla, meðalbíla, jepplinga og jeppa. Fyrir 14, 15 og 16´´ heilsársdekk reyndist Kvikkfix ódýrast en Betra grip dýrast.

Mestur verðmunur var á 18´´ dekki sem var ódýrast á 24.500 kr. hjá Dekkjasölunni en dýrast á 60.304 kr. hjá Betra gripi sem er 35.084 kr. verðmunur eða 146%. Minnstur verðmunur var á 15´´ sem var ódýrast á 9.753 kr. Kvikkfix en dýrast á 15.932 kr. hjá Betra gripi sem er 6.179 kr. verðmunur eða 63%. 14´´ dekk var ódýrast á 7.252 kr. hjá Kvikkfix en dýrast á 15.784 kr. hjá Betra gripi sem 8.532 kr. verðmunur eða 118%.

Kannað var verð 175/65R14, 195/65R15, 205/55R16, 225/70R16 og 265/60R18 hjá 20 dekkjaverkstæðum víðsvegar um landið. Verðkönnunin nær einungis til þeirra verkstæða sem selja heilsársdekk og ekki er tekið tillit til gæða. Taka skal fram að gæði dekkja geta verið mjög misjöfn, svo áður en fjárfest er í nýjum umgangi mælir verðlagseftirlitið með því að kaupandi kynni sér gæði dekksins, þar sem verð og gæði geta farið saman. Hjá sumum dekkjaverkstæðunum var umfelgun innifalin í verði dekksins og ýmsir afslættir. Tekið skal fram að verðin sem eru uppgefin eru á einu stöku dekki.

Sjá nánari verðsamanburð á heilsársdekkjum.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð á þjónustu að ræða en ekki var lagt mat á gæði söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ