Skip to main content

Þann 17. apríl birti Vinnumálastofnun mánaðarskýrslu sína með uppbroti á atvinnuleysi í marsmánuði. Skýrslan er sú fyrsta sem Vinnumálastofnun birtir eftir að hún hóf að greiða hlutabætur samkvæmt nýjum bráðabirgðarákvæði sem tók gildi um miðjan mars.

Þann 17. apríl birti Vinnumálastofnun mánaðarskýrslu sína með uppbroti á atvinnuleysi í marsmánuði. Skýrslan er sú fyrsta sem Vinnumálastofnun birtir eftir að hún hóf að greiða hlutabætur samkvæmt nýjum bráðabirgðarákvæði sem tók gildi um miðjan mars.

Reikna má með því að áhrif þess að hluti vinnumarkaðarins hefur stöðvast sé ekki að fullu kominn fram í tölum um fullt atvinnuleysi þar sem launafólk á í flestum tilfellum 1-3 mánaða uppsagnarfrest og uppsagnir miðast við mánaðamót. Þeir sem misstu störf sín í mars koma því ekki inná atvinnuleysisskrá fyrr en í maí, í tilfelli mánaðaruppsagnarfrests, eða júlí hjá þeim sem hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þá hefur hlutabótaúrræðið stuðlað að því að fyrirtæki geti haldið ráðningarsambandi við starfsfólk sitt á meðan óvissan er sem mest og mun hluti þess að vonum ganga til baka um leið og samkomubanni léttir og hægt verður að hefja eðlilega starfsemi margra fyrirtækja á ný. Afleiðingar kórónuveirufaraldursins á vinnumarkaði koma því að öllum líkindum ekki að fullu fram í atvinnuleysistölum fyrr en í sumar.

Hröð aukning atvinnuleysis
Atvinnuleysi hefur aukist hratt á undanförnum vikum. Atvinnuleysi meðal þeirra sem eru að fullu án atvinnu var 5,7% í mars, sem er það mesta síðan 2012 en það jafngildir því að 14.200 manns hafi verið án atvinnu að fullu í mánuðinum sem er fjölgun um ríflega 5.000 manns frá fyrra mánuði. Því til viðbótar voru um 24.400 manns í skertu starfshlutfalli í mars sem jafngildir 3,5% atvinnuleysi í mánuðinum, en lög um hlutabætur tóku gildi frá og með miðjum marsmánuði. Í heildina mældist atvinnuleysi því 9,2% í marsmánuði sem er svipað og þegar atvinnuleysi var sem mest í kjölfar efnahagshrunsins. Þó ber að athuga að nú eru virk ráðningarsambönd að baki þeim sem fá greiddar hlutabætur og miklu skiptir að viðhalda tengslum milli starfsfólks og atvinnurekenda eins og kostur er.

Meiri aukning hjá íslenskum ríkisborgurum
Þróunin síðustu tvö ár hefur verið sú að hlutur erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá hefur aukist en nú gerist það í annað skiptið á þremur mánuðum að aukning er meiri hjá íslenskum ríkisborgurum.

Á Suðurnesjum er atvinnuleysi mest þar sem fullt atvinnuleysi er 9,6%. Minnst er atvinnuleysi á Norðurlandi vestra þar sem fullt atvinnuleysi er 2,5%. Hlutfallslega jókst fullt atvinnuleysi mest á Suðurlandi þar sem það fór úr 3,6% í febrúar í 4,4% í mars. Fullt atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu, fór úr 5% í febrúar í 5,9% í mars. Atvinnuleysi er því mest, og hefur aukist mest, á þeim landsvæðum þar sem vægi ferðaþjónustu er mikið.

Flestar umsóknir um hlutabætur úr ferðaþjónustu
33 þúsund manns hafa nú sótt um hlutabætur á móti skertu starfshlutfalli hjá Vinnumálastofnunar frá því að opnað var fyrri umsóknir þann 25. mars þar til 15. apríl. 13 þúsund umsækjendur, eða um 40%, starfa í ferðaþjónustu en 7 þúsund í verslunum.

Í öllum landshlutum, utan Vestfjarða og Norðurlands eystra, koma flestar umsóknir um hlutabætur úr ferðaþjónustu eða verslun.

Skipting hlutabótaumsókna dreifist um landið í ágætu samræmi við hlutfallslega skiptingu fjölda starfandi eftir landshlutum á síðasta ári. Heldur fleiri umsóknir koma af Suðurnesjum en vægi landshlutans var af starfandi á síðasta ári og örlítið meira af höfuðborgarsvæðinu.

Uppruni, kyn og aldur
Ríflega 25 þúsund íslenskir ríkisborgarar eru meðal umsækjenda um hlutabætur, eða um 76%. Hlutfallið er breytilegt eftir landshlutum en hæst á Norðurlandi eystra, 82%. Hlutfall íslenskra ríkisborgara af starfandi einstaklingum var enda hæst á Norðurlandi eystra árið 2019, 88%, en á landsvísu var hlutfallið 80%.

Um átta þúsund þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru Pólverjar rúmlega 3.300. Tíundi hver sem leitar í úrræðið er því frá Póllandi og 14% borgarar annarra ríkja.

44% umsækjenda eru konur en 56% karlar. Á síðasta ári voru konur 47% starfandi og karlar 53%. Kynjaskipting hlutabótaumsókna er því nokkuð nærri þeirri á vinnumarkaðnum 2019 skv. skráargögnum Hagstofu. Mestur er munur kynjanna á Vestfjörðum þar sem karlar eru 63% umsækjenda og konur 37%. Jafnasta skiptingin er á Norðurlandi vestra sem konur eru 47% umsækjenda og karlar 53% umsækjenda.

Aldurskiptingin vinnumarkaðarins á síðasta ári endurspeglast að miklu leyti í aldursskiptingu umsækjenda um bætur vegna minnkaðs starfshlutfalls.

Nánar:

Skoða nánar á vef

Hlaða niður pdf