Skip to main content

Félagið hefur nú gengið frá samningum við tvö hótel í Reykjavík vegna gistingar fyrir félagsmenn. Endilega kynnið ykkur málið.

Félagið hefur nú gengið frá samningum við tvö hótel í Reykjavík vegna gistingar fyrir félagsmenn. 

Icelandic Apartments er í Urðarhvarfi 4, Kópavogi en þar sem boðið upp á gistingu í fallegum, rúmgóðum og vel útbúnum stúdíóíbúðum.  Sjá nánar hér
 
Verð fyrir félagsmenn: 
13.900 kr. nóttin fyrir einn eða tvo,
14.900 kr. nóttin fyrir þrjá 
15.900 kr. nóttin fyrir fjóra
Hægt er að greiða með kreditkorti, debetkorti eða millifærslu.
Til að panta gistingu á hótelinu má senda tölvupóst á netfangið info@icelandicapartments.com eða hringja í síma 575 0900 á milli kl. 9:00 og 17:00 virka daga þar sem íslenskir starfsmenn taka við bókunum.
                  _________________________________________________________

 

Hótel Ísland  býður upp á samning sem gildir fyrir félagsmenn okkar frá 1.júní – 31.ágúst 2020.

Verð 10.800 kr. nóttin fyrir einn – án morgunverðar
Verð 12.100 kr. nóttin fyrir tvo   – án morgunverðar
Morgunverður kostar 1.300 kr. á manninn og greiðist við innritun.

Athugið að til að geta bókað þetta tilboð þarf að fá uppgefinn ákveðinn kóða á skrifstofu félagsins áður en gengið er frá bókun.
Til að panta gistingu má senda tölvupóst á netfangið booking@hotelisland.is, hringja í síma 595 7000 eða bóka á heimasíðu hótelsins og gefa upp áðurnefndan kóða.

Við bókun/innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir herbergi. 
Afbókunarskilmálar eru 48 klukkustundum fyrir komudag. 
Hótel Ísland býður upp á uppfærslur í aðrar herbergjatýpur gegn aukagjaldi.

Félagið niðurgreiðir svo kostnaðinn enn frekar vegna gistingar á þessum hótelum við framvísun reiknings á nafni félagsmannsins.