Skip to main content

Í gær héldu stéttarfélögin sína sameiginlegu hátíðarsamkomu í tilefni baráttudagsins 1.maí. Samkoman var að venju vel sótt og tókst afar vel.

Í gær héldu stéttarfélögin sína sameiginlegu hátíðarsamkomu í tilefni baráttudagsins 1.maí. Samkoman var að venju vel sótt og tókst afar vel. Það eru Aldan stéttarfélag, Verslunarmannafélag Skagafjarðar, Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Kjölur sem standa að hátíðinni sem haldin var í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og hófst hún kl. 15.

Hjörtur Geirmundsson, formaður Verslunarmannafélags Skagafjarðar setti hátíðina en ræðumaður dagsins var Ásgerður Pálsdóttir, fyrrum formaður Stéttarfélagsins Samstöðu á Blönduósi. Geirmundur Valtýsson lék á harmonikkuna, nemendur Grunnskólans austan Vatna heilluðu gestina með skemmtilegum flutningi á fjörugum vorlögum og Sigurlaug Vordís og Sigfús Benediktsson (Silla og Fúsi) sungu og léku undurfalleg lög um ástina, lífið og tilveruna.

Við þökkum gestum okkar fyrir samveruna, öllum flytjendum fyrir þeirra frábæra framlag og Kvenfélagi Skarðshrepps fyrir glæsilegar veitingar.

Hátíðarræðu dagsins má lesa hér