Skip to main content

Mánudaginn 25. mars standa stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri fyrir fundi um stöðu endurreiknings gengistryggðra lána. Fundurinn hefst kl. 17:00 og er opinn öllum og félagsmenn Öldunnar sem verða á ferðinni á Akureyri eru að sjálfsögðu velkomnir.

Mánudaginn 25. mars standa stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri fyrir fundi um stöðu endurreiknings gengistryggðra lána.
Fundurinn hefst kl. 17:00 og er opinn öllum og félagsmenn Öldunnar og Verslunarmannafélagsins sem verða á ferðinni á Akureyri eru að sjálfsögðu velkomnir.

Arnar Kristinsson, lögfræðingur og sérfræðingur í neytendarétti, fer yfir þá stöðu sem uppi er varðandi endurútreikning gengistryggðra lána til
neytenda og hvað framundan er varðandi slík lán.
Einnig mun hann fjalla stuttlega um mál sem í gangi eru varðandi verðtryggð lán. Fundarmönnum gefst kostur á að spyrja Arnar um þessi lán og fá örstutta ráðgjöf hjá honum.

Sjá nánar um fundinn hér