Skip to main content

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ fagnar þeirri ákvörðun IKEA að lækka vöruverð hjá sér um 2,8%. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt verslun í landinu fyrir verðhækkanir á meðan gengi krónunnar hefur verið að styrkjast, olíuverð er í lágmarki og veltuaukning vegna fjölgunar ferðamanna hefur verið umtalsverð.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri ASÍ fagnar þeirri ákvörðun IKEA að lækka vöruverð hjá sér um 2,8%. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt verslun í landinu undanfarna mánuði fyrir verðhækkanir á meðan gengi krónunnar hefur verið að styrkjast, olíuverð er í lágmarki og veltuaukning vegna fjölgunar ferðamanna hefur verið umtalsverð.

„Aðgerðir IKEA staðfesta það sem við höfum verið að segja. Og þeir kvarta ekki yfir kjarasamningunum sem gerðir voru í vor eins og svo margir verslunareigendur,“ segir Guðrún Ágústa. „Þetta er til fyrirmyndar og ef fleiri verslanir fylgja fordæmi IKEA þá sjáum við áfram hóflega verðbólgu á Íslandi og kaupmáttaraukninguna sem allir þrá.“