Skip to main content

Formannafundur LÍV var haldinn 4. – 5. maí sl. Þar komu saman fulltrúar frá flestum aðildarfélögum LÍV til skrafs og ráðagerða.

Góð þátttaka var á fundinum að þessu sinni sem lýsir vel þeim krafti sem LÍV og aðildarfélögin búa flest hver yfir. Á fundinum var rætt um þau mál sem efst eru á baugi í tengslum við núverandi kjarasamning og hvað þurfi að gera til þess að efla lífskjör í landinu á komandi misserum. Þá var einnig farið yfir skýrslu ráðgjafanefndar VR um lífeyrissjóðina.